Bóluefni við HIV sem lofaði góðu virkar ekki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 20:24 Vonir voru bundnar við að bóluefnið sem prófað var í HVTN 702 lyfjarannsókninni myndi virka. getty/Gallo Images Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“ Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“
Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30
Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent