Tíu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt.
Los Angeles Clippers hafði betur gegn San Antonio í hörkuleik á heimavelli, 108-105, þar sem spenna var fram á síðustu sekúndu.
Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með 22 stig en Paul George reið baggamuninn undir lokin. LaMarcus Aldridge gerði 27 stig fyrir gestina.
PG’s acrobatic finish gives the Clippers the lead! pic.twitter.com/XpCNOUW0iR
— NBA TV (@NBATV) February 4, 2020
Golden State vann annan leikinn í röð og tólfta sigur vetrarins er liðið vann útisigur gegn Washington, 125-117. Alec Burks gerði 30 stig fyrir Warriors en Bradley Beal skoraði 39 stig fyrir Washington.
Minnesota er í tómu tjóni og hefur tapað tólf leikjum í röð. Í nótt röpuðu þeir fyrir Sacramento í spennandi leik en lokatölur urðu 113-109.
Úrslit næturinnar:
New York - Cleveland 139-134
Dallas - Indiana 112-103
Golden State - Washington 125-117
Orlando - Charlotte 112-100
Boston - Atlanta 123-115
Philadelphia - Miami 106-137
Phoenix - Brooklyn 97-119
Detroit - Memphis 82-96
Minnesota - Sacramento 109-113
San Antonio - LA Clippers 105-108
Davis Bertans hits a cutting Moritz Wagner to set up your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/YLvLQRkGjZ
— NBA TV (@NBATV) February 4, 2020