Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 10:02 Ferðamenn við Geysi. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45
Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51