Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 17:00 Finnut Atli Magnússon eftir leikinn á móti Njarðvík í gær. Mynd/S2 Sport Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira