Afturelding er B-deildarmeistari í Fótbolta.net mótinu eftir sigur á Keflavík í gærkvöldi. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútunum.
Keflavík komst yfir en Jason Daði Sveinþórsson jafnaði metin á 88. mínútu. Ekki er framlengt og því var farið beint í vítaspyrnukeppni.
Það tók þó heldur betur sinn tíma að fá úr því skorið hvort liðið myndi hirða gullið í Reykjaneshöllinni í gær.
Titill í Mosó!
— Afturelding (@umfafturelding) February 5, 2020
Afturelding er @Fotboltinet meistari í B-deild eftir sigur gegn @FcKeflavik.
Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. @jasondadi99 skoraði mark UMFA eftir frábæra undribúning frá @ragnarml.
Unnum svo í vító 16-17!
Næsta mál: @Leiknirfaskpic.twitter.com/pMyRHFFQSC
Liðin fóru nefnilegar í nítján umferðir í vítaspyrnukeppninni. Fyrst klúðraði Afturelding í níundu umferð en Keflavík gerði slíkt hið sama.
Í þrettándu umferðinni klúðruðu hins vegar bæði lið einnig sinni spyrnu en í 18. umferðinni klúðraði Keflavík. Afturelding fór á punktinn og tryggði sér sigurinn.
Úrslit og markaskorar eru fengin frá Fótbolti.net.