„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:02 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri voru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Elín Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57