Körfubolti

50 stig frá Davis og LeBron dugðu ekki til gegn Houston

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthony Davis og Lebron.
Anthony Davis og Lebron. vísir/getty

Houston vann sinn fjórða leik í röð er liðið vann tíu stiga sigur á Lakers á útivelli í nótt, 121-111.

Anthony Davis skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst í liði Lakers og LeBron James bætti við 18 stigum, fimmtán stoðsendingum og níu fráköstum

Russell Westbrook var í sérflokki í liði Houston. Hann skoraði 41 stig en James Harden hafði hægt um sig. Hann gerði einungis fjórtán stig.







Það er fátt sem fær Giannis Antetokounmpo stöðvað en hann skoraði 36 stig og tók 20 fráköst er Milwaukee vann Philadelphia á heimavelli, 112-101.

Þetta var þriðji sigurleikur Milwaukee í röð en liðið er með rúmlega 86% sigurhlutfall í vetur.







Öll úrslit næturinnar:

Orlando - New York 103-105

New Orleans - Chicago 125-119

Philadelphia - Milwaukee 112-101

San Antonio - Portland 117-125

Houston - LA Lakers 121-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×