Houston vann sinn fjórða leik í röð er liðið vann tíu stiga sigur á Lakers á útivelli í nótt, 121-111.
Anthony Davis skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst í liði Lakers og LeBron James bætti við 18 stigum, fimmtán stoðsendingum og níu fráköstum
Russell Westbrook var í sérflokki í liði Houston. Hann skoraði 41 stig en James Harden hafði hægt um sig. Hann gerði einungis fjórtán stig.
SHEESH, LeBron! pic.twitter.com/EvCiv85cXy
— NBA TV (@NBATV) February 7, 2020
Það er fátt sem fær Giannis Antetokounmpo stöðvað en hann skoraði 36 stig og tók 20 fráköst er Milwaukee vann Philadelphia á heimavelli, 112-101.
Þetta var þriðji sigurleikur Milwaukee í röð en liðið er með rúmlega 86% sigurhlutfall í vetur.
Ryan Arcidiacono hustles to make the steal, setting up Chandler Hutchison for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/C9gbqFvlS2
— NBA TV (@NBATV) February 7, 2020
Öll úrslit næturinnar:
Orlando - New York 103-105
New Orleans - Chicago 125-119
Philadelphia - Milwaukee 112-101
San Antonio - Portland 117-125
Houston - LA Lakers 121-111