Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 15:19 Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela árið 2010. Lögreglan í Venesúela Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega.
Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42