Kvenfélög eru ekki bara fyrir konur því það eru karlar líka í kvenfélögum, til dæmis á Suðurlandi þar sem eru að minnsta kosti tveir karlmenn eru í sitt hvoru kvenfélaginu. Formaður Sambands sunnlenskra kvenna segir að karlmenn séu velkomnir í kvenfélögin vilji þeir láta gott af sér leiða.
Í dag eru 154 kvenfélög starfandi á Íslandi með mörg þúsund konum, sem félagsmenn í 17 héraðssamböndum innan Kvenfélagasambands Íslands. Á Suðurlandi eru um þúsund konur í 26 kvenfélögum. Þar eru ekki bara konur í kvenfélögunum því vitað eru um karlmenn, sem eru virkir í kvenfélagsstarfinu.
„Hérna á Suðurlandi eru karlar í minnsta kosti tveimur kvenfélögum. Þeir mega vera í félögunum svo fremi sem þeir taka þátt í störfum félagsins, þá eru þeir bara velkomnir og starfa þá eftir gildum félaganna“, segir Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna.

Þannig að kvenfélögin eru opin karlmönnum?
„Já, ef þeir hafa áhuga, það ræðst bara af hverju kvenfélagi fyrir sig, hver vilji hverjar stjórnar eru í því sambandi“, bætir Elinborg við.