Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:58 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar. Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira