Körfubolti

Brooklyn Nets með tvö tóm sæti í fremstu röð fyrir Kobe og Gigi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sætin tvö sem stóðu tóm allan leikinn.
Sætin tvö sem stóðu tóm allan leikinn. Getty/Al Bello

Brooklyn Nets heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giannu í nótt þegar liðið mætti Detroit Pistons í NBA-deildinni.

Fyrir leikinn var sýnt tveggja mínútna myndband með helstu tilþrifum Kobe Bryant á körfuboltaferlinum en einnig voru sýndar myndir af honum og dóttur hans.



Myndbandið endaði með því að kastljósið fór á tvö tóm sæti í fremstu röð og var á þeim í dágóðan tíma. Í sætunum voru gul og fjólublá blóm.

Það var einmitt í þessum tveimur sætum sem Kobe Bryant og Gianna sátu 21. desember síðastliðinn þegar þau mættu til að horfa á leik Brooklyn Nets og Atlanta Hawks. Trae Young, bakvörður Atlanta Hawks, var uppáhaldsleikmaður Giannu.

Á meðan leiknum stóð mátti sjá Kobe Bryant vera að ráðleggja dóttur sinni og fara yfir ákveðin atriði í leiknum.

Eftir þetta var síðan 24 sekúndna þögn til minningar um feðginin en margir áhorfendur mættu í búningi Kobe Bryant á leikinn.

Kyrie Irving, var að leika sinn fyrsta leik frá því að Kobe Bryant féll frá, og hann táraðist á minningarstundinni.











Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Portland Trail Blazers - Houston Rockets 125-112

Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 100-120

San Antonio Spurs - Utah Jazz 127-120

Brooklyn Nets - Detroit Pistons 125-115

New York Knicks - Memphis Grizzlies 106-127

Indiana Pacers - Chicago Bulls 115-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×