Erlent

Mörg þúsund föst á ítölsku skemmti­ferða­skipi vegna gruns um Wu­han-veirusmit

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið kom til hafnarinnar í Civitavecchia í gær.
Skipið kom til hafnarinnar í Civitavecchia í gær. AP

Um sex þúsund manns hefur verið meinað að fara frá borði ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Smeralda vegna gruns um að tveir kínverskir farþegar séu smitaðir af Wuhan-kórónaveirunni.

Fréttir hafa borist af því að parið sé með hita og eigi erfitt með andardrátt. Parið steig um borð í skipið þann 25. janúar í hafnarborginni Savona, vestur af Genoa.

Skemmtiferðaskipið heimsótti í vikunni frönsku borgina Marseille og Palma de Mallorca. Það var svo í gær sem skipið kom til hafnarinnar í Civitavecchia, norður af ítölsku höfuðborgarinnar Róm.

Öllum farþegum er nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei.

Uppfært: Ekki reyndist um kórónuveirusmit að ræða og hefur farþegum því verið hleypt frá borði.

AP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×