Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:12 Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík. vísir/vilhelm Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49