Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að kona hafi greinst með Wuhan-veiruna í Svíþjóð. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli veirunar í Svíþjóð og hlýtur konan meðferð á Ryhov sjúkrahúsinu í Jönköping.
Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hún er ekki sögð glíma við alvarleg veikindi.
Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína.
Fyrr í dag var greint frá því að fyrstu tvö tilfelli veirunnar hafi greinst í Bretlandi og á miðvikudag staðfestu heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi að ferðamaður þar í landi hafi greinst með veiruna.
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar.
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð

Tengdar fréttir

Búist við töfum á póstsendingum frá Kína
Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar.

Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV.

Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi.

Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara
Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar.