„Menn geta ekki fengið allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30
Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22
Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12
Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45