Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld Guldbaggen-verðlaunin, verðlaun sem veitt eru af sænsku kvikmyndaakademíunni.
Margrét hlaut verðlaunin fyrir búningahönnun í kvikmyndinni Eld og lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.
Áður hefur Margrét unnið til Edduverðlauna fyrir búningahönnun, og þá fyrir kvikmyndir á borð við Hrúta, Vonarstræti og Á Annan veg.
Guldbaggen-verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun Svíþjóðar, og hafa þau oft verið sett í samhengi við Óskarsverðlaunin, sem veitt eru í Bandaríkjunum. Í kvöld eru verðlaunin veitt í 54. sinn, en þau voru fyrst veitt árið 1964.
Hér má lesa nánar um verðlaunahátíð kvöldsins.
Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaunin
