Sporin hræða Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. janúar 2020 07:00 Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar