„Hvað er fólk eiginlega að pæla“ – af hugviti, listum og skapandi greinum Halla Helgadóttir skrifar 22. janúar 2020 10:00 Fáir tóku eftir því þegar ung stúlka þvældist um í Reykjavík á níunda áratugnum og seldi handgerðar ljóðabækur sem hún hafði samið og myndskreytt. Engann grunaði þá að hún myndi slá alveg nýjan tón og verða heimsfræg tónlistarkona. Ekki margir höfðu trú á nokkrum strákum sem héngu launalitlir árum saman yfir tölvum og unnu að því að búa til stjörnustríðsleik sem hundruðir þúsunda áttu síðar eftir að spila. Bara einn tók eftir því þegar ung íslensk námsmær sat í lest á leið frá París til Luxemborgar og prjónaði án afláts, og engann grunaði að hún ætti eftir að starfa í nokkrum af stærstu tískuhúsum heims og vinna stóra sigra sem fatahönnuður. Ólíklegt er að nokkur hafi búist við að ungur leikari sem gekk ágætlega að fá hlutverk í leikhúsum á Íslandi myndi síðar framleiða Hollywood myndir og byggja upp kvikmyndaver á Íslandi. Um miðja síðustu öld hannaði ungur arkitekt fremur sérkennilegt hús sem var byggt í Garðabæ, enginn bjóst við að árið 2000 yrði einmitt það valið eitt af 100 merkustu byggingum Evrópu. Einhverjir tóku eftir ungum og fyndnum listamanni sem virtist aðallega vera að fíflast en sennilega grunaði engann að hann yrði stærsta alþjóðlega nafn íslenskrar myndlistar. Nýlega fékk ung tónlistakona Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sem hún samdi fyrir amerískan sálfræðitrylli og nú er hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn hafi búist við því, þegar hún var að semja óperu með vinkonum sínum í MH um árið. Þetta fólk sem fáir gáfu gaum, starfar innan skapandi greina, sem er hugtak sem dregur nýja útlínu utan um fjölbreytilega starfsemi sem áður var ekki skilgreind sem heild. Innan skapandi greina er starfsemi sem hefur efnahagsleg markmið, og starfsemi sem hefur það alls ekki. Þess vegna ögrar hugtakið viðteknum hugmyndum sem hafa gilt í innan greinanna sjálfra, samfélagi, stjórnkerfi og viðskiptalífi. Það tekur tíma fyrir ný hugtök að festa sig í sessi. Hverjar eru þessar skapandi greinar og er einhver ástæða til að nota þetta hugtak. Hér tillaga að skilgreiningu: Listir og sköpun er auðlind sem lýtur eigin lögmálum. Menning er það sem þær gefa af sér til samfélagsins. Skapandi greinar er samheiti yfir listir, sköpun, hugverk, menningu, atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast. Innan skapandi greina eru listir, hugverk, hönnun, nýsköpun, ýmis menningarstarfsemi, stofnanir sem byggja á listum/hugverkum og einstaklingar og fyrirtæki sem stunda viðskipti með listir og hugverk að hluta eða öllu leyti. Listir, sköpun og hugverk eru kjarni skapandi greina, auðlindin sem þær byggja á og allt þróast út frá. Þær hafa miklvægu samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna sem ekki verður metið til fjár, þær eru hreyfiafl til breytinga og uppspretta nýsköpunar og í þeim felast mikil efnahagsleg tækifæri sem hægt er að efla betur með markvissum aðgerðum. Skapandi greinar og hugverkagreinar byggja í raun á sama grunni og erfitt að draga línu þar á milli enda snýst aðgreiningin mögulega af vilja og/eða getu til að vera með í hefðbundnum samtökum atvinnulífsins á Íslandi. Umræða um skapandi greinar á Íslandi hófst í kjölfar vakningar í Evrópu um mikilvægi þeirra í atvinnulífi framtíðar enda ljóst að fjórða iðnbyltingin er, á miklum hraða og krafti, að gerbreyta atvinnutækifærum fólks. Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi er skýrsla frá 2011 sem studdist við skilgreiningu UNESCO. Í kjölfar hennar létu stjórnvöld vinna aðgerðamiðaða greiningu, Skapandi greinar - sýn til framtíðar. 2012 skipuðu stjórnvöld samstarfshóp til að tryggja framkvæmd aðgerða á sviði Skapandi greina. Ekkert hefur heyrst frá þeim hópi síðan. En hver er þá munurinn á Skapandi greinum og öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Orkugeiri nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að virkja og vernda) Sjávarútvegur nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að nýta og vernda) Ferðageiri nýtir í náttúru og mannlíf sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og náttúru og mannlíf (sem þarf að nýta, vernda og byggja upp) Skapandi geiri nýtir listir / sköpun / hugvit til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og listir / hugverk / hugmyndir (sem þarf að byggja upp og virkja) Munurinn er kannski ekki svo mikill þegar vel er að gáð. Það er val og á valdi stjórnvalda að taka málefni skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim. Til að árangur náist er brýnt að stjórnkerfið leggi áherslu á þessa þrjá punkta – Vinna þvert á ráðuneyti og hefðbundar línur stjórnkerfisins. – Byggja á því sem hefur verið gert, rýna, skerpa og framkvæma stefnur sem liggja fyrir. – Fjárfesta í skapandi greinum af sama stórhug og í öðrum greinum eins og að byggja jarðgöng eða virkjanir. Skapandi greinar er yfirheiti yfir stórt svið, samsett úr mörgum greinum sem skarast vissulega en þarfir, tækifæri og áherslur eru ólík. Bókaútgáfa lýtur öðrum lögmálum en leikjageiri. Tækifæri í arkitektúr eru ólík tækifærum í kvikmyndagerð. Áherslur í myndlist eru allt aðrar en í auglýsingageira. Tækifæri sviðslista til atvinnusköpunar er verulega ólík tækifærum í hönnun sem stundum er vara en oftar aðferð og tæki í nýsköpun til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Ein grein gæti þurft stuðning við útflutning, aðra vantar fjárfestingu, þeirri þriðju starfsfólk o.s.frv. Innihald, markaðir, kynningarmál og viðskiptalegt samhengi lúta ólíkum lögmálum milli greinanna. Þess vegna þarf hver grein að geta unnið út frá sínum áherslum, þörfum, markmiðum og tækifærum svo árangur náist til lengri tíma. Skapandi greinar hafa vaxið og dafnað undanfara áratugi langt umfram væntingar. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að efla þær verulega og auka efnisleg og óefnisleg gæði sem þær skapa. Huga þarf að grunninum og grasrót því staðreyndin er auðvitað sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem ná árangri sem skapa gæðin, verðmætin og blómlegt atvinnulíf. Fólkið, sem fáir gáfu gaum hér að ofan, hefur aldeilis sannað það hver á sinn hátt og um leið breytt sýn okkar, aukið skilning og þekkingu á því sem við getum valið að kalla skapandi greinar. Eins og ágætur frumkvöðull og framtíðarrýnir sagði einu sinni við mig „Hvað er fólk eiginlega að pæla? Tæknin mun eyða flestum störfum þannig að í framtíðinni verða engin almennileg störf nema í skapandi greinum“. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir tóku eftir því þegar ung stúlka þvældist um í Reykjavík á níunda áratugnum og seldi handgerðar ljóðabækur sem hún hafði samið og myndskreytt. Engann grunaði þá að hún myndi slá alveg nýjan tón og verða heimsfræg tónlistarkona. Ekki margir höfðu trú á nokkrum strákum sem héngu launalitlir árum saman yfir tölvum og unnu að því að búa til stjörnustríðsleik sem hundruðir þúsunda áttu síðar eftir að spila. Bara einn tók eftir því þegar ung íslensk námsmær sat í lest á leið frá París til Luxemborgar og prjónaði án afláts, og engann grunaði að hún ætti eftir að starfa í nokkrum af stærstu tískuhúsum heims og vinna stóra sigra sem fatahönnuður. Ólíklegt er að nokkur hafi búist við að ungur leikari sem gekk ágætlega að fá hlutverk í leikhúsum á Íslandi myndi síðar framleiða Hollywood myndir og byggja upp kvikmyndaver á Íslandi. Um miðja síðustu öld hannaði ungur arkitekt fremur sérkennilegt hús sem var byggt í Garðabæ, enginn bjóst við að árið 2000 yrði einmitt það valið eitt af 100 merkustu byggingum Evrópu. Einhverjir tóku eftir ungum og fyndnum listamanni sem virtist aðallega vera að fíflast en sennilega grunaði engann að hann yrði stærsta alþjóðlega nafn íslenskrar myndlistar. Nýlega fékk ung tónlistakona Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sem hún samdi fyrir amerískan sálfræðitrylli og nú er hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn hafi búist við því, þegar hún var að semja óperu með vinkonum sínum í MH um árið. Þetta fólk sem fáir gáfu gaum, starfar innan skapandi greina, sem er hugtak sem dregur nýja útlínu utan um fjölbreytilega starfsemi sem áður var ekki skilgreind sem heild. Innan skapandi greina er starfsemi sem hefur efnahagsleg markmið, og starfsemi sem hefur það alls ekki. Þess vegna ögrar hugtakið viðteknum hugmyndum sem hafa gilt í innan greinanna sjálfra, samfélagi, stjórnkerfi og viðskiptalífi. Það tekur tíma fyrir ný hugtök að festa sig í sessi. Hverjar eru þessar skapandi greinar og er einhver ástæða til að nota þetta hugtak. Hér tillaga að skilgreiningu: Listir og sköpun er auðlind sem lýtur eigin lögmálum. Menning er það sem þær gefa af sér til samfélagsins. Skapandi greinar er samheiti yfir listir, sköpun, hugverk, menningu, atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast. Innan skapandi greina eru listir, hugverk, hönnun, nýsköpun, ýmis menningarstarfsemi, stofnanir sem byggja á listum/hugverkum og einstaklingar og fyrirtæki sem stunda viðskipti með listir og hugverk að hluta eða öllu leyti. Listir, sköpun og hugverk eru kjarni skapandi greina, auðlindin sem þær byggja á og allt þróast út frá. Þær hafa miklvægu samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna sem ekki verður metið til fjár, þær eru hreyfiafl til breytinga og uppspretta nýsköpunar og í þeim felast mikil efnahagsleg tækifæri sem hægt er að efla betur með markvissum aðgerðum. Skapandi greinar og hugverkagreinar byggja í raun á sama grunni og erfitt að draga línu þar á milli enda snýst aðgreiningin mögulega af vilja og/eða getu til að vera með í hefðbundnum samtökum atvinnulífsins á Íslandi. Umræða um skapandi greinar á Íslandi hófst í kjölfar vakningar í Evrópu um mikilvægi þeirra í atvinnulífi framtíðar enda ljóst að fjórða iðnbyltingin er, á miklum hraða og krafti, að gerbreyta atvinnutækifærum fólks. Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi er skýrsla frá 2011 sem studdist við skilgreiningu UNESCO. Í kjölfar hennar létu stjórnvöld vinna aðgerðamiðaða greiningu, Skapandi greinar - sýn til framtíðar. 2012 skipuðu stjórnvöld samstarfshóp til að tryggja framkvæmd aðgerða á sviði Skapandi greina. Ekkert hefur heyrst frá þeim hópi síðan. En hver er þá munurinn á Skapandi greinum og öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Orkugeiri nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að virkja og vernda) Sjávarútvegur nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að nýta og vernda) Ferðageiri nýtir í náttúru og mannlíf sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og náttúru og mannlíf (sem þarf að nýta, vernda og byggja upp) Skapandi geiri nýtir listir / sköpun / hugvit til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og listir / hugverk / hugmyndir (sem þarf að byggja upp og virkja) Munurinn er kannski ekki svo mikill þegar vel er að gáð. Það er val og á valdi stjórnvalda að taka málefni skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim. Til að árangur náist er brýnt að stjórnkerfið leggi áherslu á þessa þrjá punkta – Vinna þvert á ráðuneyti og hefðbundar línur stjórnkerfisins. – Byggja á því sem hefur verið gert, rýna, skerpa og framkvæma stefnur sem liggja fyrir. – Fjárfesta í skapandi greinum af sama stórhug og í öðrum greinum eins og að byggja jarðgöng eða virkjanir. Skapandi greinar er yfirheiti yfir stórt svið, samsett úr mörgum greinum sem skarast vissulega en þarfir, tækifæri og áherslur eru ólík. Bókaútgáfa lýtur öðrum lögmálum en leikjageiri. Tækifæri í arkitektúr eru ólík tækifærum í kvikmyndagerð. Áherslur í myndlist eru allt aðrar en í auglýsingageira. Tækifæri sviðslista til atvinnusköpunar er verulega ólík tækifærum í hönnun sem stundum er vara en oftar aðferð og tæki í nýsköpun til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Ein grein gæti þurft stuðning við útflutning, aðra vantar fjárfestingu, þeirri þriðju starfsfólk o.s.frv. Innihald, markaðir, kynningarmál og viðskiptalegt samhengi lúta ólíkum lögmálum milli greinanna. Þess vegna þarf hver grein að geta unnið út frá sínum áherslum, þörfum, markmiðum og tækifærum svo árangur náist til lengri tíma. Skapandi greinar hafa vaxið og dafnað undanfara áratugi langt umfram væntingar. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að efla þær verulega og auka efnisleg og óefnisleg gæði sem þær skapa. Huga þarf að grunninum og grasrót því staðreyndin er auðvitað sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem ná árangri sem skapa gæðin, verðmætin og blómlegt atvinnulíf. Fólkið, sem fáir gáfu gaum hér að ofan, hefur aldeilis sannað það hver á sinn hátt og um leið breytt sýn okkar, aukið skilning og þekkingu á því sem við getum valið að kalla skapandi greinar. Eins og ágætur frumkvöðull og framtíðarrýnir sagði einu sinni við mig „Hvað er fólk eiginlega að pæla? Tæknin mun eyða flestum störfum þannig að í framtíðinni verða engin almennileg störf nema í skapandi greinum“. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun