Baráttan um tímann Sigurður Sigurjónsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun