Milan ekki tapað síðan Zlatan kom Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 21:30 Ante Rebic skoraði eina mark leiksins. vísir/getty Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Brescia laut í lægra haldi fyrir AC Milan, 0-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Króatíski framherjinn Ante Rebic skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu. Þetta var þriðji sigur Milan í röð en liðið er komið upp í 6. sæti deildarinnar með 31 stig. Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn fyrir Milan en liðið er taplaust síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy. Brescia hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum og er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Ítalski boltinn
Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Brescia laut í lægra haldi fyrir AC Milan, 0-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Króatíski framherjinn Ante Rebic skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu. Þetta var þriðji sigur Milan í röð en liðið er komið upp í 6. sæti deildarinnar með 31 stig. Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn fyrir Milan en liðið er taplaust síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy. Brescia hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum og er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn