Framkvæmdin var byggð á sandi Hópur bæjarfulltrúa Viðreisnar skrifar 24. janúar 2020 16:45 Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Viðreisn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Í nýbirtri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur birtist áfellisdómur yfir stjórnun Sorpu sem staðfestir vandann sem við greindum þá. Þó svo að upplýsingagjöf til stjórnar hafi ekki verið fullnægjandi og framkvæmdastjóri beri þar mikla ábyrgð, þá kemur einnig fram í skýrslunni að stjórn hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og að stjórnarformaður og stjórnarmenn hefðu átt að hafa frumkvæði að því að afla upplýsinga. Í stjórn Sorpu sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi Vinstri grænna. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar gagnrýni á skort á eftirliti stýrihóps eigenda en eigendavettvangur er skipaður fimm bæjarstjórum Sjálfstæðisflokks og einum borgarstjóra Samfylkingar. Það er ljóst hvar ábyrgðin liggur. Sjálfstæðisflokkurinn, með nánast alla fulltrúa eigendavettvangs og helming stjórnar Sorpu getur ekki vikið sér undan ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum frekar en Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn. Oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík væri því nær að hafa samband við sína flokksfélaga til að viðra athugasemdir sínar enda hafa þeir frá árinu 2013 skipað annað hvort helming stjórnar Sorpu eða meirihluta, rétt eins og þeir eru með 5 af 6 fulltrúum á eigendavettvangi Sorpu. Bæjarfulltrúar Viðreisnar taka undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í KópavogiJón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í HafnarfirðiKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á SeltjarnarnesiSara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæValdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar