Tilfinningaþrungið viðtal við Doc Rivers um örlög Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 09:30 Doc Rivers í viðtalinu í gær. Getty/Michael Reaves Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi. Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn. Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin. „Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers. „Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers. „Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir. Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan. “He had that DNA that very few athletes can ever have.” Doc Rivers on Kobe Bryant. pic.twitter.com/kSS7sjKaI1— NBA TV (@NBATV) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi. Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn. Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin. „Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers. „Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers. „Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir. Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan. “He had that DNA that very few athletes can ever have.” Doc Rivers on Kobe Bryant. pic.twitter.com/kSS7sjKaI1— NBA TV (@NBATV) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53
Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30