Dallas Mavericks ætlar að leggja treyju númer 24 til hliðar til heiðurs Kobe Bryant sem lést í gær.
Mark Cuban, eigandi Dallas, sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis. Þar vottaði hann jafnframt fjölskyldum þeirra sem létust samúð sína.
„Arfleið Kobes nær út fyrir körfubolta og félagið hefur ákveðið að leikmaður þess muni aldrei aftur klæðast treyju númer 24,“ segir í yfirlýsingu Cubans.
Dallas Mavericks Owner Mark Cuban issued the following statement on the passing of Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/Ua41YrvTMZ
— Mavs PR (@MavsPR) January 27, 2020
Los Angeles Lakers, eina NBA-liðið sem Kobe lék með, hengdi treyjur hans, númer 8 og 24, upp í rjáfur í Staples Center við hátíðlega athöfn í desember 2017.
Aldrei hafa tvö treyjunúmer verið lögð til hliðar til heiðurs einum og sama leikmanninum. Kobe lék í treyju númer 8 á árunum 1996-2006 og treyju númer 24 á árunum 2006-16.