Pressa á Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 22:30 Mitt Romney segir mikilvægt að heyra í John Bolton. AP/Manuel Balce Ceneta Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. Bolton fullyrðir í bók sem hann er að skrifa að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem forsetinn sóttist eftir. Demókratar hafa kallað eftir því að Bolton beri vitni. Sú ásökun að Trump hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega, er stór liður í ákærunum á hendur Trump fyrir embættisbrot. Frysting neyðaraðstoðarinnar var lögbrot, samkvæmt sjálfstæðri eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna. Lítið hefur þó gengið hjá rannsakendum fulltrúadeildarinnar að beintengja Trump við frystingu neyðaraðstoðarinnar. Hvíta húsið hefur meinað þeim sem gætu gert það að ræða við rannsakendur og bera vitni. Þar á meðal er John Bolton. Hann hefur þó sagst muna bera vitni, ef honum verði stefnt. Sjá einnig: Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Flestir þingmenn Repúblikanaflokksins segja bók Bolton engu breyta en fastlega er búist við því að Trump verði sýknaður. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47) en tvo þriðju þingmanna þarf til sakfellingar. Tveir þingmenn, þau Susan Collins og Mitt Romney, segjast þó búast við því að fleiri Repúblikanar styðji nú að opna á möguleikann fyrir ný sönnunargögn í réttarhöldunum. Til stendur að greiða atkvæði um slíkt á næstunni og þurfa fjórir Repúblikanar að ganga til liðs við Demókrata og samþykkja það. „Ég held að líkurnar séu að aukast á því að aðrir Repúblikanar gangi til liðs við okkur sem eru á því að við ættum að heyra frá John Bolton,“ sagði Romney í dag, samkvæmt frétt Washington Post. „Það er mikilvægt að heyra í honum svo við getum tekið óhlutdræga ákvörðun.“ Collins sló á svipaða strengi og sagði að fréttir úr bókinn styrktu málflutning þeirra sem vildu vitni og að þær hefðu leitt til umræða á milli samstarfsmanna hennar. Fréttaflutningur ytra hefur leitt í ljós að fregnirnar komu þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart. Einhverjir hafa krafist þess af Hvíta húsinu að fá að vita hverjir þar vissu af bókinni og innihaldi hennar og hvenær. Lindsey Graham, einn helsti bandamaður Trump í öldungadeildinni, stakk upp á því að þingmenn læsu þann kafla bókarinnar sem málið snýst um. Hann skilyrti það þó við það að Joe Biden og sonur hans yrðu rannsakaðir. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. Bolton fullyrðir í bók sem hann er að skrifa að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem forsetinn sóttist eftir. Demókratar hafa kallað eftir því að Bolton beri vitni. Sú ásökun að Trump hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega, er stór liður í ákærunum á hendur Trump fyrir embættisbrot. Frysting neyðaraðstoðarinnar var lögbrot, samkvæmt sjálfstæðri eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna. Lítið hefur þó gengið hjá rannsakendum fulltrúadeildarinnar að beintengja Trump við frystingu neyðaraðstoðarinnar. Hvíta húsið hefur meinað þeim sem gætu gert það að ræða við rannsakendur og bera vitni. Þar á meðal er John Bolton. Hann hefur þó sagst muna bera vitni, ef honum verði stefnt. Sjá einnig: Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Flestir þingmenn Repúblikanaflokksins segja bók Bolton engu breyta en fastlega er búist við því að Trump verði sýknaður. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47) en tvo þriðju þingmanna þarf til sakfellingar. Tveir þingmenn, þau Susan Collins og Mitt Romney, segjast þó búast við því að fleiri Repúblikanar styðji nú að opna á möguleikann fyrir ný sönnunargögn í réttarhöldunum. Til stendur að greiða atkvæði um slíkt á næstunni og þurfa fjórir Repúblikanar að ganga til liðs við Demókrata og samþykkja það. „Ég held að líkurnar séu að aukast á því að aðrir Repúblikanar gangi til liðs við okkur sem eru á því að við ættum að heyra frá John Bolton,“ sagði Romney í dag, samkvæmt frétt Washington Post. „Það er mikilvægt að heyra í honum svo við getum tekið óhlutdræga ákvörðun.“ Collins sló á svipaða strengi og sagði að fréttir úr bókinn styrktu málflutning þeirra sem vildu vitni og að þær hefðu leitt til umræða á milli samstarfsmanna hennar. Fréttaflutningur ytra hefur leitt í ljós að fregnirnar komu þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart. Einhverjir hafa krafist þess af Hvíta húsinu að fá að vita hverjir þar vissu af bókinni og innihaldi hennar og hvenær. Lindsey Graham, einn helsti bandamaður Trump í öldungadeildinni, stakk upp á því að þingmenn læsu þann kafla bókarinnar sem málið snýst um. Hann skilyrti það þó við það að Joe Biden og sonur hans yrðu rannsakaðir. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40