Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 14:59 Viktor Shokin, fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu EPA/ROMAN PILIPEY Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Um það leyti hafði Joe Biden, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, þrýst á stjórnvöld Úkraínu um að koma Viktor Shokin, ríkissaksóknaranum, úr embætti vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Viktor Shokin er mikið á milli tannanna á fólki vestanhafs og víðar þessa dagana. Það er vegna símtals sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí. Skömmu áður hafði Trump fryst um 400 milljarða dala neyðaraðstoð til Úkraínu.Sagði brottrekstur Shokin ósanngjarnan Sé mið tekið af eftirriti sem Hvíta húsið gaf út var Zelensky að ræða aðstoð og kaup vopna þegar Trump sagði: „Þú þarft samt að gera okkur greiða“. Því næst bað Trump Zelensky um að rannsaka Biden í tengslum við brottrekstur Shokin og sagði Trump að brottrekstur hans hafi verið ósanngjarn og að margir væru að tala um að illa hefði verið komið fram við hann og að „vont fólk“ hafi komið að málinu. Uppljóstrari kvartaði vegna símtalsins og Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot vegna þess. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum.Sjá einnig: Óvissa um eftirrit af símtali Trump og ZelenskyTrump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burkima Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert eitthvað rangt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans.Fréttastofa CNN hefur grafið upp áðurnefnt bréf, sem öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins skrifuðu undir þar sem kallað var eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu.Undir bréfið skrifuðu Rob Portman, Mark Kirk og Ron Johnson frá Repúblikanaflokknum og Dick Durbin, Jaenne Shahenn, Chris Murphy, Sherrod Brown og Richard Blumenthal frá Demókrataflokknum. Bréfið var birt á vefsíðu Portman sama dag og þann sama dag lýsti hann yfir stuðningi við herferð Bandaríkjanna á Twitter og skrifaði að Bandaríkin stæðu með Úkraínu í baráttunni gegn spillingu.Ukraine’s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp — Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Einn þingmanna Repúblikanaflokksins sem skrifaði undir bréfið, Ron Johnson, skrifaði undir annað bréf í síðustu viku með þingmanninum Chuck Grassley, sem þeir sendu til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Í því bréfi kölluðu þeir meðal annars eftir því að Barr tæki ásakanirnar gegn Biden til rannsóknar.Þar að auki hafa blaðamenn CNN farið yfir nefndarfundi beggja deilda Bandaríkjaþings þar sem þingmenn og embættismenn skipaðir af Repúblikönum lýstu yfir áhyggjum vegna spillingar í Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við aðgerðir Biden til að sporna gegn henni. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar vara Trump við afskiptum Fulltrúadeild bandaríska þingsins rannsakar hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. 2. október 2019 18:30 Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Um það leyti hafði Joe Biden, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, þrýst á stjórnvöld Úkraínu um að koma Viktor Shokin, ríkissaksóknaranum, úr embætti vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Viktor Shokin er mikið á milli tannanna á fólki vestanhafs og víðar þessa dagana. Það er vegna símtals sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí. Skömmu áður hafði Trump fryst um 400 milljarða dala neyðaraðstoð til Úkraínu.Sagði brottrekstur Shokin ósanngjarnan Sé mið tekið af eftirriti sem Hvíta húsið gaf út var Zelensky að ræða aðstoð og kaup vopna þegar Trump sagði: „Þú þarft samt að gera okkur greiða“. Því næst bað Trump Zelensky um að rannsaka Biden í tengslum við brottrekstur Shokin og sagði Trump að brottrekstur hans hafi verið ósanngjarn og að margir væru að tala um að illa hefði verið komið fram við hann og að „vont fólk“ hafi komið að málinu. Uppljóstrari kvartaði vegna símtalsins og Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot vegna þess. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum.Sjá einnig: Óvissa um eftirrit af símtali Trump og ZelenskyTrump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burkima Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert eitthvað rangt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans.Fréttastofa CNN hefur grafið upp áðurnefnt bréf, sem öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins skrifuðu undir þar sem kallað var eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu.Undir bréfið skrifuðu Rob Portman, Mark Kirk og Ron Johnson frá Repúblikanaflokknum og Dick Durbin, Jaenne Shahenn, Chris Murphy, Sherrod Brown og Richard Blumenthal frá Demókrataflokknum. Bréfið var birt á vefsíðu Portman sama dag og þann sama dag lýsti hann yfir stuðningi við herferð Bandaríkjanna á Twitter og skrifaði að Bandaríkin stæðu með Úkraínu í baráttunni gegn spillingu.Ukraine’s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp — Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Einn þingmanna Repúblikanaflokksins sem skrifaði undir bréfið, Ron Johnson, skrifaði undir annað bréf í síðustu viku með þingmanninum Chuck Grassley, sem þeir sendu til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Í því bréfi kölluðu þeir meðal annars eftir því að Barr tæki ásakanirnar gegn Biden til rannsóknar.Þar að auki hafa blaðamenn CNN farið yfir nefndarfundi beggja deilda Bandaríkjaþings þar sem þingmenn og embættismenn skipaðir af Repúblikönum lýstu yfir áhyggjum vegna spillingar í Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við aðgerðir Biden til að sporna gegn henni.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar vara Trump við afskiptum Fulltrúadeild bandaríska þingsins rannsakar hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. 2. október 2019 18:30 Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Demókratar vara Trump við afskiptum Fulltrúadeild bandaríska þingsins rannsakar hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. 2. október 2019 18:30
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08
Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21