Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:53 Grindavík Vísir/Egill Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir
Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16