Meghan farin aftur til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 10:30 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er snúin aftur til Kanada eftir stutt stopp í Bretlandi. vísir/getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15