Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:45 Meghan stendur hér á milli drottningarinnar og eiginmannsins. Myndin er tekin á viðburði í apríl 2018. Meghan og Harry höfðu þá verið trúlofuð í um það bil ár og giftu sig mánuði síðar. vísir/Getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56