Íslenski körfuboltinn verður fyrirferðamikill á Stöð 2 Sport í kvöld. Tveir leikir í Domino's deild karla verða sýndir beint og svo tekur Domino's Körfuboltakvöld við.
Klukkan 18:30 hefst leikur Grindavíkur og Hauka. Grindvíkingar, sem hafa tapað þremur leikjum í röð, eru í 9. sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta.
Klukkan 20:15 er svo komið að leik Stjörnunnar og Tindastóls. Með sigri endurheimta Stjörnumenn toppsæti deildarinnar. Stólarnir eru í 3. sætinu.
Eftir leikinn í Garðabænum er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir 14. umferð Domino's deild karla og 16. umferð Domino's deildar kvenna.
Klukkan 19:45 hefst leikur Fulham og Middlesbrough í ensku B-deildinni á Stöð 2 Sport 2. Fulham er í 4. sæti deildarinnar en Boro í því sextánda.
Einnig verður sýnt beint frá þremur golfmótum í dag: Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.
Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.
Beinar útsendingar dagsins:
07:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf
17:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Golf
18:20 Grindavík - Haukar, Stöð 2 Sport
19:40 Fulham - Middlesbrough, Stöð 2 Sport 2
20:00 The American Express, Stöð 2 Golf
20:10 Stjarnan - Tindastóll, Stöð 2 Sport
22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport
23:40 Umræða um 16. umferð kvenna, Stöð 2 Sport
Í beinni í dag: Toppslagur í Garðabænum
