Sextánda umferð Domino's deildar kvenna fór fram á miðvikudaginn. Farið var yfir umferðina í Domino's Körfuboltakvöldi.
Í sjónvarpsleiknum vann Hauka sjö stiga sigur á Keflavík, 80-73. Haukar hafa unnið öll lið deildarinnar og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Keflavík sem er í 3. sætinu.
Topplið Vals sigraði Snæfell örugglega, 93-54, og liðið í 2. sæti, KR, vann Breiðablik, 60-79.
Þá bar Skallagrímur sigurorð af Grindavík í miklum baráttuleik. 58-55.
Umfjöllum Domino's Körfuboltakvölds um 16. umferð Domino's deildar kvenna má sjá hér fyrir neðan.