Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 12:30 Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, er meðal þeirra sem líst hafa yfir áhyggjum af stöðu mála á bráðamóttöku. Vísir/egill Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús. Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús.
Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08