Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 12:30 Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, er meðal þeirra sem líst hafa yfir áhyggjum af stöðu mála á bráðamóttöku. Vísir/egill Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús. Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús.
Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08