Erlent

Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hyggjast yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hyggjast yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA

Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni.

Er þetta hluti af samkomulagi á milli hjónarkornanna og Elísabet II Englandsdrottningu, ömmu Harry. Stutt er síðan hjónin tilkynntu að þau vildu standa á eigin fótum.

Sem fyrr segir munu þau frá og með vorinu ekki lengur sinna þeim skyldum fyrir konungsfjölskylduna og þau höfðu áður gert. Felur það í sér að þau mega ekki legnur titla sig sem hans og hennar hátign. Þá munu þau ekki lengur njóta fjárstuðnings úr opinberum sjóðum í tengslum við framtíðarstörf þeirra.

Hafa þau einnig samþykkt að endurgreiða konungsfjölskyldunni kostnað sem féll til við endurhönnum á heimili þeirra, Frogmore Cottage, þar sem þau hyggast áfram halda heimili í Bretlandi.

Í yfirlýsingu frá drottningunni segir að hún sé ánægð með að fundist hafi farsæl lausn á málinu.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan fá aðlögunartímabil

Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada.

Starfs­fólk Meg­han og Harry fært til í starfi

Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×