Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 23:49 Pompeo hætti við ferð sína til Úkraínu vegna árásar á sendiráð Bandaríkjanna í Írak. getty/Alex Wong Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum.
Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12
Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25