Írland: hvað varð um laxeldið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. janúar 2020 18:00 Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun