Írland: hvað varð um laxeldið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. janúar 2020 18:00 Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun