Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni en upplýsingar um meiðsl þeirra, ef einhver, liggja ekki fyrir. Þó hefur verið óskað eftir aðstoð slökkviliðs við að aðstoða fólkið úr rútunni.
Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu.
Þrír sjúkrabílar eru á leið á vettvang frá höfuðborgarsvæðinu.
