Viðskipti innlent

Loka Leonard í Kringlunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á þessari mynd sést glitta í Leonard á 2. hæð í Kringlunni við rúllustigann upp á Stjörnutorg.
Á þessari mynd sést glitta í Leonard á 2. hæð í Kringlunni við rúllustigann upp á Stjörnutorg. vísir/vilhelm

Úra- og skartgripaversluninni Leonard í Kringlunni verður lokað þann 12. janúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Sævar Jónsson, stofnanda og eiganda verslunarinnar.

Leonard hefur verið í rekstri á sama stað í 30 ár en Sævar segir í samtali við Morgunblaðið að forsendur í rekstrinum séu nú orðnar aðrar en þær voru áður.

„Maður sér það á ferðalögum erlendis og almennt í uppgjörum síðustu ára að margt hefur breyst. Fólk er farið að kaupa þessar vörur mikið á netinu beint frá útlöndum,“ segir Sævar en Leonard hefur sérhæft sig í því að bjóða upp á merkjavöru á borð við Gucci, Breitling og Calvin Klein.

Þrátt fyrir lokunina mun Leonard lifa á netinu, á vefversluninni leonard.is sem opnuð var í nóvember, auk þess sem Sævar og fjölskylda munu halda áfram að reka verslunina Galleria á Hafnartorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×