Öll NBA-liðin 30 spila með sorgarbönd út tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:00 David Stern með Michael Jordan. Getty NBA deildin í körfubolta ætlar að minnast David Stern með afar sérstökum hætti það sem eftir lifir af 2019-20 tímabilinu. David Stern lést 1. janúar en hann náði sér aldrei eftir að hafa orðið fyrir heilablæðingu á veitingahúsi á Manhattan í New York 12. desember. Stern var 77 ára gamall. Allir sem hafa fylgst með eða komið að NBA-deildinni með einhverjum hætti á síðustu áratugum þekktu vel verk David Stern og hann hafði unnið sér inn gríðarlega virðingu með frábærum verkum. Fráfall hans er því mikil áfall fyrir alla sem tengjast NBA-deildinni sem hefur einnig sést á viðbrögðum leikmanna og annars NBA fólks á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga. Það er oft venja að lið tengdum mönnum sem falla frá, spili með sorgarbönd í næsta leik á eftir en NBA-deildin ætlar að stíga mörgum skrefum lengra. The NBA and its 30 teams will honor David Stern with commemorative black bands on player jerseys for the remainder of 2019-20 season. Referees will also wear the special bands on their uniform.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 2, 2020 Öll liðin þrjátíu í NBA-deildinni og dómararnir líka munu spila með sorgarbönd á keppnistreyjum sínum út tímabilið. Það efast enginn um það sem David Stern gerði fyrir NBA-deildina en hann reif hana upp úr miklum erfiðleikum í upphafi níunda áratugsins og gerði hana með hjálp góðra manna að einni vinsælustu deild í heimi. David Stern var fjórði yfirmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann tók við 1. febrúar 1984 og lét síðan af störfum 31. janúar 2014. Larry O'Brien var á undan honum en Adam Silver tók við af Stern. David Stern hóf fyrst að vinna fyrir NBA-deildina árið 1978 sem lögmaður hennar en aðeins tveimur árum síðar var hann kominn í valdastöðu innan deildarinnar. Hann var því farinn að hafa mikil áhrif áður en hann gerðist yfirmaður NBA deildarinnar árið 1984. Bandaríkin NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
NBA deildin í körfubolta ætlar að minnast David Stern með afar sérstökum hætti það sem eftir lifir af 2019-20 tímabilinu. David Stern lést 1. janúar en hann náði sér aldrei eftir að hafa orðið fyrir heilablæðingu á veitingahúsi á Manhattan í New York 12. desember. Stern var 77 ára gamall. Allir sem hafa fylgst með eða komið að NBA-deildinni með einhverjum hætti á síðustu áratugum þekktu vel verk David Stern og hann hafði unnið sér inn gríðarlega virðingu með frábærum verkum. Fráfall hans er því mikil áfall fyrir alla sem tengjast NBA-deildinni sem hefur einnig sést á viðbrögðum leikmanna og annars NBA fólks á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga. Það er oft venja að lið tengdum mönnum sem falla frá, spili með sorgarbönd í næsta leik á eftir en NBA-deildin ætlar að stíga mörgum skrefum lengra. The NBA and its 30 teams will honor David Stern with commemorative black bands on player jerseys for the remainder of 2019-20 season. Referees will also wear the special bands on their uniform.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 2, 2020 Öll liðin þrjátíu í NBA-deildinni og dómararnir líka munu spila með sorgarbönd á keppnistreyjum sínum út tímabilið. Það efast enginn um það sem David Stern gerði fyrir NBA-deildina en hann reif hana upp úr miklum erfiðleikum í upphafi níunda áratugsins og gerði hana með hjálp góðra manna að einni vinsælustu deild í heimi. David Stern var fjórði yfirmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann tók við 1. febrúar 1984 og lét síðan af störfum 31. janúar 2014. Larry O'Brien var á undan honum en Adam Silver tók við af Stern. David Stern hóf fyrst að vinna fyrir NBA-deildina árið 1978 sem lögmaður hennar en aðeins tveimur árum síðar var hann kominn í valdastöðu innan deildarinnar. Hann var því farinn að hafa mikil áhrif áður en hann gerðist yfirmaður NBA deildarinnar árið 1984.
Bandaríkin NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira