Hugvekja um réttlætisriddara Arnór Bragi Elvarsson skrifar 3. janúar 2020 10:00 Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar