Hugvekja um réttlætisriddara Arnór Bragi Elvarsson skrifar 3. janúar 2020 10:00 Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar