Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 15:30 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Áður hafði Icelandair Group fallið frá kaupum á öllu hlutafé í félaginu. Vísir/vilhelm Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug. Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug.
Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira