Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 15:30 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Áður hafði Icelandair Group fallið frá kaupum á öllu hlutafé í félaginu. Vísir/vilhelm Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug. Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug.
Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira