Segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 19:45 Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45