Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. janúar 2020 11:24 Mynd frá vettvangi óhappsins í dag. aðsend Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15
Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent