Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:30 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01