Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 18:20 Yasin er grunaður um aðild að morði. youtube Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu. Svíþjóð Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu.
Svíþjóð Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira