Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi gerðu upp fjórtándu umferð Dominos-deildar kvenna í þætti kvöldsins.
Farið var yfir síðustu umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna en þetta voru fyrstu umferðirnar á árinu 2020.
Topplið Vals hafði betur gegn Skallagrími á heimavelli eftir erfiðan fyrri hálfleik og Haukar halda áfram á sigurbraut en þær lögðu KR á Ásvöllum.
Grindavík nældi í sín fyrstu stig er þær höfðu betur gegn Blikum á heimavelli en leik Snæfells og Keflavík var frestað vegna óveðurs.
Umræðuna má sjá hér að neðan.
Fjórtánda umferðin í Dominos-deild kvenna gerð upp | Myndband
