Súperman ætlar að snúa aftur í troðslukeppni Stjörnuhelgar NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 13:30 Dwight Howard vann troðslukeppnina fyrir tólf árum síðan og hér sést hann í einni tilraun sinni þá. Getty/Greg Nelson Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira