Súperman ætlar að snúa aftur í troðslukeppni Stjörnuhelgar NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 13:30 Dwight Howard vann troðslukeppnina fyrir tólf árum síðan og hér sést hann í einni tilraun sinni þá. Getty/Greg Nelson Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira