Umdeilt atvik átti sér stað í leik Philadelphia Eagles og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um síðustu helgi er Carson Wentz, leikstjórnandi Eagles, meiddist og varð að fara af velli.
Hann var þá að hlaupa með boltann og á leiðinni í grasið fékk hann hinn tröllvaxna varnarmann Seahawks, Jadeveon Clowney, á bakið. Hjálmur Clowney negldist svo aftan í hnakkann á Wentz sem spilaði ekki meir eftir það.
Dómarar leiksins sáu ekki ástæðu til þess að refsa Clowney í leiknum. Sögðu Wentz hafa hlaupið af stað og sett sig þar með í þessa stöðu. Varnarleikur Clowney hefði verið löglegur.
Leikmenn Eagles sögðu þetta vera óþverraskap hjá varnarmanninum sem ber af sér allar sakir.
„Ég ætla mér aldrei að meiða neinn í þessari deild. Ég þekki það sjálfur að lenda í erfiðum meiðslum. Ég var að spila hratt og þetta gerðist svona því miður,“ sagði Clowney sem reiknar með því versta í vikunni.
„Ég býst við líflátshótunum enda eru stuðningsmenn Eagles þeir verstu í heiminum.“
Býst við líflátshótunum

Tengdar fréttir

Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles.