Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 14:53 Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. AP/Carlos Giusti Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12