Loka Hellisheiði, Þrengslum og Öxnadalsheiði vegna óveðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:10 Eins og sjá má á þessu korti Vegagerðarinnar eru leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu víða ófærar. vegagerðin Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00
Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55
Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43